Hoppa yfir valmynd
23. mars 2001 Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Málþing um árangur reynslusveitarfélaganna af þjónustu við fatlaða

Málþing um árangur reynslusveitarfélaganna af þjónustu við fatlaða


Verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga héldu á dögunum málþingi um reynslu og árangur reynslusveitarfélaganna af þjónustu við fatlaða og yfirtöku þeirra á málaflokknum.

Markmiðið með málþinginu var að gefa sveitarfélögum, stofnunum, félagasamtökum og öðrum kost á að fræðast um þjónustu reynslusveitarfélaganna við fatlaða og rekstur málaflokksins. Meðal annars var leitast við að varpa ljósi á eftirfarandi þætti:

· Framkvæmd reynslusveitarfélaganna við yfirtöku málaflokksins og stjórnsýsluleg uppbygging
· Aðlögun og samþætting þjónustu við fatlaða að félagsþjónustunni
· Starfsmannamál og þjónustustig

Á málþinginu greindu fulltrúar frá reynslusveitarfélögunum Akureyri og Vestmannaeyjum frá reynslunni af yfirtöku á málefnum fatlaðra. Þá var gert grein fyrir könnun meðal stjórnenda reynslusveitarfélaganna á sviði málefna fatlaðra og fulltrúar notenda þjónustu á þessu sviði greindu frá sinni reynslu af rekstri málaflokksins í höndum reynslusveitarfélaganna. Ennfremur gerði sérfræðingur frá ráðgjafarfyrirtækinu Price Waterhouse Coopers grein fyrir þjónustukönnun sem framkvæmd hefur verið í reynslusveitarfélögunum og að endingu var kynnt hugmyndafræði um samþættingu félagsþjónustu og þverfagleg vinnubrögð sem nýtt frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga byggir á í þessu samhengi.

Hér að neðan er hægt að sækja erindi sem flutt voru á málþinginu.
 

Erindi: DAGSKRÁ MÁLÞINGSINS

Þórgnýr Dýrfjörð, deildarstjóri búsetu- og öldrunardeildar hjá Akureyrarbæ og Karólína Gunnarsdóttir, þroskaþjálfi
Reynslusveitarfélagið Akureyri

Hera Ósk Einarsdóttir, félagsmálastjóri
Reynslusveitarfélagið Vestmannaeyjabær

Ólöf Thorarensen félagsmálastjóri í Árborg og Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri í Mosfellsbæ
Niðurstöður úr könnun á viðhorfum stjórnenda til reksturs reynslusveitarfélaganna Akureyrar og Vestmannaeyja á málefnum fatlaðra

Lilja Guðmundsdóttir, formaður Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra
Reynsla fulltrúa hagsmunafélags í reynslusveitafélagi af þjónustu við fatlaða

Arnar Jónsson, stjórnsýsluráðgjafi
Niðurstöður PwC á viðhorfum notenda þjónustunnar (PowerPoint - 1.35 MB)

Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu
Fagleg sjónarmið á bak við samþættingu félagsþjónustu sveitarfélaga og þverfagleg vinnubrögð

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira