Hoppa yfir valmynd
23. mars 2001 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Málþing um árangur reynslusveitarfélaganna af þjónustu við fatlaða

Málþing um árangur reynslusveitarfélaganna af þjónustu við fatlaða


Verkefnisstjórn reynslusveitarfélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga héldu á dögunum málþingi um reynslu og árangur reynslusveitarfélaganna af þjónustu við fatlaða og yfirtöku þeirra á málaflokknum.

Markmiðið með málþinginu var að gefa sveitarfélögum, stofnunum, félagasamtökum og öðrum kost á að fræðast um þjónustu reynslusveitarfélaganna við fatlaða og rekstur málaflokksins. Meðal annars var leitast við að varpa ljósi á eftirfarandi þætti:

· Framkvæmd reynslusveitarfélaganna við yfirtöku málaflokksins og stjórnsýsluleg uppbygging
· Aðlögun og samþætting þjónustu við fatlaða að félagsþjónustunni
· Starfsmannamál og þjónustustig

Á málþinginu greindu fulltrúar frá reynslusveitarfélögunum Akureyri og Vestmannaeyjum frá reynslunni af yfirtöku á málefnum fatlaðra. Þá var gert grein fyrir könnun meðal stjórnenda reynslusveitarfélaganna á sviði málefna fatlaðra og fulltrúar notenda þjónustu á þessu sviði greindu frá sinni reynslu af rekstri málaflokksins í höndum reynslusveitarfélaganna. Ennfremur gerði sérfræðingur frá ráðgjafarfyrirtækinu Price Waterhouse Coopers grein fyrir þjónustukönnun sem framkvæmd hefur verið í reynslusveitarfélögunum og að endingu var kynnt hugmyndafræði um samþættingu félagsþjónustu og þverfagleg vinnubrögð sem nýtt frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga byggir á í þessu samhengi.

Hér að neðan er hægt að sækja erindi sem flutt voru á málþinginu.
 

Erindi: DAGSKRÁ MÁLÞINGSINS

Þórgnýr Dýrfjörð, deildarstjóri búsetu- og öldrunardeildar hjá Akureyrarbæ og Karólína Gunnarsdóttir, þroskaþjálfi
Reynslusveitarfélagið Akureyri

Hera Ósk Einarsdóttir, félagsmálastjóri
Reynslusveitarfélagið Vestmannaeyjabær

Ólöf Thorarensen félagsmálastjóri í Árborg og Unnur V. Ingólfsdóttir félagsmálastjóri í Mosfellsbæ
Niðurstöður úr könnun á viðhorfum stjórnenda til reksturs reynslusveitarfélaganna Akureyrar og Vestmannaeyja á málefnum fatlaðra

Lilja Guðmundsdóttir, formaður Þroskahjálpar á Norðurlandi eystra
Reynsla fulltrúa hagsmunafélags í reynslusveitafélagi af þjónustu við fatlaða

Arnar Jónsson, stjórnsýsluráðgjafi
Niðurstöður PwC á viðhorfum notenda þjónustunnar (PowerPoint - 1.35 MB)

Ingibjörg Broddadóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu
Fagleg sjónarmið á bak við samþættingu félagsþjónustu sveitarfélaga og þverfagleg vinnubrögð

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum