Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2007 Félagsmálaráðuneytið

Þingsályktun um aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna er komin út í enskri þýðingu

Alþingi samþykkti tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna í júní síðastliðnum að tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Þingsályktunin sem gerð er til fjögurra ára hefur nú verði þýdd á ensku með það að markmiði að efni hennar nái til sem flestra. Þýðingin kemur að góðum notum við erlent samstarf og miðlun upplýsinga til erlendra aðila um framkvæmd barnaverndar og velferðar barna hér á landi. Þýðingin er einnig liður í þeirri viðleitni félagsmálaráðuneytis að hafa tiltækar grunnupplýsingar á erlendum málum til fólks sem búsett er hér á landi en skilur ekki íslenska tungu.

Meginatriði aðgerðaáætlunar eru að bæta afkomu barnafjölskyldna, meðal annars með hækkun barnabóta tekjulágra fjölskyldna, lengingu fæðingarorlofs, stuðningi við foreldra í uppeldisstarfi, eflingu forvarna og aðgerðum gegn vímuefnaneyslu. Einnig tekur áætlunin til aðgerða í þágu barna og ungmenna með þroskafrávik, hegðunarerfiðleika og geðraskanir og í þágu langveikra barna og barna sem eiga við vímuefnavanda að etja. Sömuleiðis verður ráðist í aðgerðir til að vernda börn og ungmenni gegn kynferðisbrotum og til að styrkja stöðu barna innflytjenda.

Tenging frá vef ráðuneytisinsÞingsályktun um aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna

Tenging frá vef ráðuneytisinsParliamentary Resolution on a four-year action plan to improve the situation of children and young personsEfnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira