Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2009 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Þrjár konur í úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála

Skipuð hefur verið ný úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála. Nefndina skipa þrjár konur: Jóna Björk Helgadóttir héraðsdómslögmaður er formaður nefndarinnar, Brynja I. Hafstensdóttir lögfræðingur og Kirstín Flygenring hagfræðingur. Nefndin er skipuð til fjögurra ára.

Kristján L. Möller samgönguráðherra skipaði nefndina á grundvelli breytinga á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 11/2008, og nýrrar reglugerðar, nr. 36/2009, sem sett var í framhaldi af gildistöku laganna. Helstu breytingar felast í upptöku málskotsgjalds og því að sá aðili sem tapar máli sem til meðferðar er hjá nefndinni þarf að bera kostnað sem verður til við starfa nefndarinnar við málið.

Ennfremur hafði ráðherra áður ekki heimild til þess að mæla fyrir um starfshætti nefndarinnar í reglugerð en í umsagnarferli vegna fyrrgreindrar lagabreytingar á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun fögnuðu hagsmunaaðilar þessari heimild sérstaklega. Með nýrri reglugerð eru starfi nefndarinnar sett skýrari mörk.

 

 



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum