Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2013 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um vinnumarkaðs- og menntamál

Mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra héldu fund með forsvarsmönnum aðila vinnumarkaðarins um samstarf á sviði vinnumarkaðs- og  menntamála.

Guðbjartur Hannesson og Katrín Jakobsdóttir
Guðbjartur Hannesson og Katrín Jakobsdóttir

Mennta- og menningarmálaráðherra og velferðarráðherra héldu fund með forsvarsmönnum aðila vinnumarkaðarins um samstarf á sviði vinnumarkaðs- og  menntamála í dag. Markmið fundarins var að ræða áframhaldandi samstarf á þessum sviðum og lögðu ráðherrarnir fram minnisblað um hugmyndir sínar um það. Minnisblaðið var grundvöllur umræðna á fundinum og ákveðið var að vísa því til frekari útfærslu og framkvæmdar hjá stýrihópi, sem haldið hefur utan um samstarf aðilanna í þessu efni.

Nánar upplýsingar um samstarf ríkisstjórnar Íslands við aðila vinnumarkaðarins um mennta- og vinnumarkaðsmál og um framangreint verkefni er í minnisblaði, dags. 16. janúar 2013, sjá hér að neðan.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira