Hoppa yfir valmynd
29. janúar 2013 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Fáðu já!

Stuttmyndin „Fáðu já“ hefur verið sýnd í flestum grunn- og framhaldsskólum á Íslandi og fylgt eftir
með umræðum við nemendur. Myndin er nú aðgengileg á vefnum ásamt leiðbeiningum sem foreldrar geta
stuðst við í samtölum við börn sín. Á vefnum er vísað í frekari upplýsingar um kynlíf og kynheilbrigði.

Fáðu já!
Fáðu já!

Í dag var frumsýn kvikmynd sem verkefnisstjórn vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum lét gera. Leikstjóri myndarinnar er Páll Óskar Hjálmtýsson en auk hans gerðu Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir handritið og unnu að gerð myndarinnar. Gert er ráð fyrir að kvikmyndin verði sýnd í öllum 10. bekkjum grunnskóla og einnig í öllum framhaldsskólum.

Kvikmyndin er eitt af verkefnum verkefnisstjórnarinnar an auk þess hefur hún m.a. gert samkomulag við Brúðuleikhús Blátt áfram um sýningar á verkinu Krakkarnir í hverfinu fyrir nemendur í 2. bekk um land allt og haldið ráðstefnur fyrir tengiliði, kennara og annað starfsfólki grunnskóla. Árið 2013 verður haldið áfram með fræðslu fyrir skólana og fyrirhuguð er fræðsla fyrir dómstóla, lögreglu og ákæruvald, þar sem farið verður yfir meginatriði samnings Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu gegn börnum, og reglur um barnvinsamlegt réttarkerfi.

Innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti standa að vitundarvakningunni um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Hún á rætur sínar í einum þætti framangreinds samnings Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu gegn börnum. Þetta er samningur sem fjölmörg ríki Evrópu, þar á meðal Ísland, hafa undirritað og þannig skuldbundið sig til þess að vinna af öllum mætti gegn kynferðisofbeldi.

Vitundarvakningin hefur beina tengingu við þrjá grunnþætti nýrrar aðalnámskrár, þ.e. heilbrigði og velferð; jafnrétti, og lýðræði og mannréttindi. Markmiðið er að fræða börn og starfsfólk grunnskóla um eðli og afleiðingar kynferðislegs ofbeldis og að allir skólar séu í stakk búnir til að bregðast við ef börn sýna þess merki að hafa orðið fyrir ofbeldi. Tengiliðir við vitundarvakninguna hafa verið fengnir úr röðum kennara og stjórnenda grunnskóla landsins.

Fáðu já!Fáðu já!

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira