Hoppa yfir valmynd
15. mars 2013 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011 og greinasvið 2013 

Í þessari námskrá má lesa um þann ramma og aðbúnað fyrir nám og kennslu sem mótast
hefur í anda gildandi laga, reglugerða og alþjóðasamninga. Innan rammans hafa verið
þróaðir sex grunnþættir sem mynda kjarna menntastefnunnar. Þeir varða starfshætti,
inntak og umhverfi náms á öllum skólastigum og skapa mikilvæga samfellu í íslensku
skólakerfi. Þessir grunnþættir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og
mannréttindi, jafnrétti og sköpun.

Aðalnámskrá byggir á lögum um leikskóla (nr. 90/2008), grunnskóla (nr. 91/2008)
og framhaldsskóla (nr. 92/2008). Aðalnámskrá er rammi um skólastarfið á þessum
skólastigum og leiðsögn um tilgang þess og markmið. Hún birtir heildarsýn um menntun
og útfærir nánar þá menntastefnu sem felst í lögunum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira