Hoppa yfir valmynd
19. mars 2013 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Undirritun skólasamninga

Lokið verður gerð skólasamninga við alla framhaldsskóla landsins, sem bjóða upp á almennt framhaldsskólanám, á næstunni.
Baldur Gíslason, Jón B. Stefánsson, Katrín Jakbsdóttir og Bolli Árnason
Baldur Gíslason, Jón B. Stefánsson, Katrín Jakbsdóttir og Bolli Árnason

Á vorfundi samstarfsnefndar framhaldsskóla og ráðuneytisins, 18. mars, undirritaði Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra skólasamninga við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu ásamt Eyjólfi Guðmundssyni skólameistara, Menntaskólann við Sund ásamt Hjördísi Þorgeirsdóttur rektor og Tækniskólann, skóla atvinnulífsins ehf. ásamt Jóni B. Stefánssyni og Baldri Gíslasyni skólameisturum. Ráðherra undirritaði einnig nýjan þjónustusamning við Tækniskólann ásamt skólameisturunum og Bolla Árnasyni stjórnarformanni skólans.

Skólasamningar við alla framhaldsskóla landsins, sem bjóða upp á almennt framhaldsskólanám, voru lausir um síðustu áramót. Ráðuneytið hefur endurnýjað samninga við 20 skóla, 5 bíða undirritunar og 6 samningar eru á lokasprettinum.

Katrín Jakobsdóttir og Hjördísi Þorgeirsdóttir

Katrín Jakobsdóttir og Hjördísi Þorgeirsdóttir

Katrín Jakobsdóttir og Eyjólfur GuðmundssonKatrín Jakobsdóttir og Eyjólfur Guðmundsson

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira