Hoppa yfir valmynd
22. mars 2013 Forsætisráðuneytið

Skýrsla um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna

Forsætisráðherra hefur gefið Alþingi skýrslu um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna og tekna af gjöldum fyrir slík réttindi í samræmi við 5. mgr. 3. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Skýrsla þessi er önnur í röðinni, á jafn mörgum árum.

Í skýrslunni kemur fram sú áhersla sem forsætisráðuneytið hefur lagt á stofnun þjóðlendna í fasteignaskrá á síðasta ári. Þannig voru alls 58 umsóknir um stofnun þjóðlendna í fasteignaskrá sendar sveitarfélögum í landinu til meðferðar. Þá hafa umsagnir um skipulagstillögur sveitarfélaga einnig verið fyrirferðarmiklar í starfi ráðuneytisins ásamt málum sem lúta að umsögnum um umsóknir fyrirtækja um rannsóknarleyfi vegna fyrirhugaðrar nýtingar á auðlindum í jörðu. Auk þess hefur verið skerpt á leyfisveitingarhlutverki sveitarfélaganna sem er víðtækt samkvæmt lögunum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum