Hoppa yfir valmynd
22. maí 2013 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Góð menntun er gulls ígildi - Innflytjendur með takmarkaða formlega menntun

Yfirskrift fundarins er „Góð menntun er gulls ígildi“ - innflytjendur með takmarkaða formlega menntun.

Morgunverðafundir um menntun innflytjenda

Næsti morgunverðarfundur í morgunverðarfundaröð um menntun innflytjenda í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar, verður haldinn föstudaginn 31. maí kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins er Góð menntun er gulls ígildi -
Innflytjendur með takmarkaða formlega menntun"

Dagskrá:

8.00-8.15        Skráning og morgunverður

8.15-8.20        Setning Lára Björnsdóttir, félagsráðgjafi og formaður velferðarvaktarinnar,

8.20-8.45        Hvernig má koma til móts við ólæsa/óskrifandi íslenskunemendur, með litla
                          formlega skólagöngu?
Vala Sigurlaug Valdimarsdóttir og Nína Magnúsdóttir, Mímir-Símenntun.

8.45-9.00        Er hægt að kenna fullorðnum að lesa á öðru tungumáli en móðurmálinu? Ingibjörg Hafstað,
                         Fjölmenningu.

9.00-9.15        Af hverju er svona erfitt fyrir Taílendinga að læra íslensku? Andrea Sompit Siengboon fjallar um
                         reynslu sína af því að kenna ólæsum Taílendingum íslensku.

9.15-9.30        Hvernig á að mæta þeim einstaklingum sem ekki hafa aðgengi að námskeiðum?
                          Elsa Arnardóttir, Fjölmenningarsetri

9.30-9.45        Innflytjendur með litla formlega menntun og Íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan
                          ríkisborgararétt
. Sigurgrímur Skúlason, Námsmatsstofnun

9.40-9.55        Umræður á borðum

9.55-10.00      Samantekt og slit. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands

Fundarstjóri Björk Óttarsdóttir.

  •  Fundurinn er öllum opinn. Kostnaður 2.300 kr., innifalið er morgunverður.
  • Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir 30. maí hér fyrir neðan
  • Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum á netinu á vefslóðinni:  http://www.samband.is/um-okkur/bein-utsending/
  • Næsti fundur í morgunverðarfundarröðinni verður 13. júní – Þjónusta sérfræðinga vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál. Skráning hefst 31. maí.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira