Hoppa yfir valmynd
26. júní 2013 Matvælaráðuneytið

Ráðgjafarhópur um lagningu sæstrengs til Evrópu skilar tillögum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Ragnheiður Elín Árnadóttir í viðtali á Stöð 2
Ragnheiður Elín Árnadóttir í viðtali á Stöð 2

Ráðgjafarhópur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lagningu sæstrengs til Evrópu skilaði í dag tillögum sínum til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Ráðgjafarhópurinn var samhljóða í sinni ályktun að það þurfi frekari upplýsingar til að unnt sé að fullyrða um þjóðhagslega hagkvæmni þess að leggja sæstreng milli Íslands og Bretlands. Lagt er til að haldið verði áfram að kortleggja alla þætti verkefnisins hér innanlands um leið og leitað verði svara um möguleg rekstrar- og eignarhaldsmódel hjá viðsemjendum í Bretlandi.

Nánari tillögur er að finna í lokaskýrslu ráðgjafarhópsins ásamt þremur greiningarskýrslum ráðgjafa sem skoðuðu sérstaklega þjóðhagslega hagkvæmni, umhverfisþætti og lagaumgjörð.

Ráðgjafarhópurinn var settur á laggirnar fyrir réttu ári síðan af iðnaðarráðherra til að kanna nánar þann möguleika að leggja sæstreng fyrir raforku milli Íslands og Evrópu. Slík framkvæmd hefur um nokkurt skeið verið talin tæknilega möguleg og eru vísbendingar um að hún geti skilað næGunnar Tryggvason í viðtali á RÚVgjanlegri hagkvæmni. Hópurinn var skipaður aðilum frá öllum þingflokkum, Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands, BSRB, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Neytendasamtakanna, Landssamtökum lífeyrissjóða, Landsneti, Landsvirkjun, Samorku og Náttúruverndarsamtökum Íslands. Gunnar Tryggvason var formaður hópsins. 

Hópnum var ætlað að greina nánar þjóðhagslega hagkvæmni verkefnisins, tæknileg og umhverfisleg atriði ásamt lagaumhverfi og milliríkjasamninga. Þá var ráðgjafarhópnum ætlað að standa fyrir faglegri og upplýstri umræðu um málefni sæstrengs sem var gert með fjölsóttu málþingi sem haldið var í Hörpu í lok febrúar síðastliðnum. Upptökur og glærur frá málþinginu er að finna á meðfylgjandi hlekk.

Sæstrengur til Evrópu.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum