Hoppa yfir valmynd
24. september 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Könnun meðal sveitarstjóra á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu í leik- og grunnskólum

Í mars 2013 fól mennta- og menningarmálaráðuneytið Capacent Gallup ehf. að gera könnun meðal sveitarstjórna um fyrirkomulag og framkvæmd reglugerðar nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum.

Í mars 2013 fól mennta- og menningarmálaráðuneytið Capacent Gallup ehf. að gera könnun meðal sveitarstjórna um fyrirkomulag og framkvæmd reglugerðar nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Könnunin er liður í þriggja ára áætlun ráðuneytisins um úttektir og kannanir í leik- og grunnskólaum á tímabilinu 2013-2015 en einnig  hluti af lögboðnu eftirliti mennta- og menningarmálaráðuneytisins  skv. 4. og 38 gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og reglugerð nr. 658/2009 um mat og eftirlit í grunnskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna um skólahald og 3. og 37. gr. laga nr.90/2008 um leikskóla og reglugerð nr. 893/2009 um mat og eftirlit í leikskólum og upplýsingaskyldu sveitarstjórna um skólahald. Þrátt fyrir endurteknar ítrekanir af hálfu bæði Capacent Gallup og ráðuneytisins svöruðu einungis 59 sveitarfélög af 74 umræddri könnun.

Til þess að fá betri mynd af þjónustunni á vettvangi hefur ráðuneytið ákveðið með vísan til ofangreindra laga og reglugerða og þriggja ára áætlunar mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úttektir og kannanir í leik-, grunn- og framhaldsskólum 2013-2015, að gera úttekt á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu í eftirtöldum sex sveitarfélögum: Akureyrarbæ, Fljótdalshéraði, Hafnarfirði, Stykkishólmsbæ, Vesturbyggð og Þingeyjarsveit. Við val á sveitarfélögum var reynt velja sveitarfélög með mismunandi fyrirkomulag á sérfræðiþjónustu, s.s. með sérfræðiþjónustu á eigin vegum, samstarfi um sérfræðiþjónustu eða aðkeyptri þjónustu að mestu leyti.

Markmið með úttektinni er kanna hvernig mismunandi útfærslur reynast við að koma til móts við ákvæði reglugerðar um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum frá 2010. Sérstaklega verður skoðað hvernig til hefur tekist í fyrrnefndum sex sveitarfélögum að skipuleggja sérfræðiþjónustu sem á að sinna tvíþættu hlutverki þjónustunnar samkvæmt reglugerð nr. 584/2010,

  • annars vegar stuðning við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra og
  • hins vegar stuðning við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra.

Skoðað verður hvernig til hefur tekist í þessum sveitarfélögum að tryggja fullnægjandi aðgengi að sérfræðiþjónustu innan sveitarfélagsins sem og tengsl við sérfræðistofnanir á landsvísu. Leitað verður svara við því hvort staðsetning og stærð sveitarfélaga, mismunandi útfærsla eða skipulag sérfræðiþjónustu hafi áhrif á aðgengi og gæði þjónustunnar.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum