Hoppa yfir valmynd
12. desember 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Undanþágunefnd grunnskóla

Skýrslur undanþágunefndar fyrir skólaárin 2011 – 2012 og 2012 - 2013.

Verkefni undanþágunefndar er að meta umsóknir skólastjóra um heimild til að lausráða starfsmann sem ekki hefur leyfi mennta- og menningarmálaráðherra til að nota starfsheitið grunnskólakennari. Samkvæmt reglugerð um störf og starfshætti undanþágunefndar grunnskóla nr. 440/2010 ber nefndinni að senda mennta- og menningarmálaráðherra og þeim sem tilnefna fulltrúa í nefndina, skýrslu um starfsemi hennar á liðnu skólaári.

Alls voru teknar 116 umsóknir til afgreiðslu hjá undanþágunefndinni vegna skólaársins 2012-2013. Af þeim samþykkti hún  92 umsóknir en synjaði 24. Fyrir skólaárið 2011 – 2012 voru 86 umsóknir teknar til afgreiðslu hjá nefndinni og af þeim samþykkti hún 56 umsóknir en synjaði 30.

Nokkur breytileiki er í fjölda umsókna milli skólaára. Á milli skólaáranna 2012-2013 og 2011-2012 er um 64,3% fjölgun samþykktra umsókna að ræða og á milli skólaáranna 2011-2012 og 2010-2011 er um 52,5% fækkun samþykktra umsókna milli skólaáranna. Nánari upplýsingar eru í skýrslunni.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum