Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2016 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Skýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga 2014-2015 komin út

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent frá sér ársskýrslu fyrir starfsárið 2014 til 2015 þar sem fjallað er um ársreikninga sveitarfélaga 2014, þróun fjármála sveitarfélaga á því ári samanborið við fyrri ár og samanborið við fjárhagsáætlanir fyrir árið 2015. Fram kemur í skýrslunni að rekstur ársins 2014 hafi verið lakari en árin á undan og að minnkandi framlegð og veltufé frá rekstri hafi gert það að verkum að minna svigrúm sé til fjárfestinga og niðurgreiðslu skulda.

Þá kemur fram í skýrslunni að nettóskuldir í A-hluta í rekstri sveitarfélaga hafi aukist milli ára en sem hlutfall af rekstrartekjum sé hlutfallið stöðugt. Þrátt fyrir misjafna stöðu sveitarfélaga þegar á heildina sé litið séu mörg sveitarfélög það skuldsett að augljóst sé að nokkur ár muni líða til að sjá hvernig þau ráði við þá stöðu. Í árslok 2014 störfuðu 9 sveitarfélög eftir formlegri aðlögunaráætlun vegna skuldamiðviðs sem ekki má fara yfir 150% af tekjum samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Alls eru 13 sveitarfélög yfir skuldaviðmiði laganna.

Í skýrslunni er að finna kafla um þróun fjármála sveitarfélaga, um hlutverk og starfsemi nefndarinnar og um sérstakar aðgerðir vegna skuldsettra sveitarfélaga. Skýrslan hefur einnig að geyma yfirlit yfir aðlögunaráætlanir sveitarfélaga og síðan yfirlit ársreikninga bæði A-hluta og samstæðu þeirra.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira