Hoppa yfir valmynd
3. nóvember 2016 Dómsmálaráðuneytið

Skýrsla um björgun og öryggi í norðurhöfum

Komin er út skýrsla stýrihóps innanríkisráðherra: Björgun og öryggi í norðurhöfum. Er þar fjallað um forsendur fyrir efldri björgunar- og viðbragðsþjónustu á Íslandi sem þjóna myndi Norður-Atlantshafi og kröfur sem gerðar eru um viðbragðsgetu.

Komin er út skýrsla stýrihóps innanríkisráðherra: Björgun og öryggi í norðurhöfum. Er þar fjallað um forsendur fyrir efldri björgunar- og viðbragðsþjónustu á Íslandi sem þjóna myndi Norður-Atlantshafi og kröfur sem gerðar eru um viðbragðsgetu.

Innanríkisráðherra skipaði snemmsumars 2015 stýrihóp til að útfæra tillögur um eflingu björgunar- og viðbragðsgetu á Íslandi. Formaður hópsins var Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands og aðrir í hópnum Gunnar Pálsson sendiherra og Sóley Kaldal verkfræðingur. Verkefnisstjóri hópsins var Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri hjá Landhelgisgæslunni.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira