Hoppa yfir valmynd
19. júní 2017 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Vöktun á Íslandi: Kortlagning og framtíðarsýn. Skýrsla verkefnahóps Vísinda- og tækniráðs

Í almennri notkun vísar hugtakið „vöktun“ oftast til reglubundinna athugana á ástandi umhverfis og náttúru. Reglubundnar og skipulagðar mælingar eiga sér þó stað á mun fleiri sviðum. Hagstofan stundar til að mynda endurteknar athuganir á samfélags- og efnahagsbreytum og Embætti landlæknis hefur það hlutverk að safna upplýsingum um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. Upplýsingar sem verða til með vöktun hafa um langt skeið verið nýtt í ákvarðanatöku á vegum stjórnvalda. Á síðari tímum hefur vöktun einnig orðið mikilvæg undirstaða rannsókna á ýmsum sviðum og er raunar grundvallarforsenda sumra fræðigreina, s.s. loftslagsfræða og hafvísinda.
Vöktunarverkefni krefjast jafnan stöðugrar fjármögnunar yfir langan tíma enda er markmið þeirra langvarandi eftirlit með ástandi og þróun viðfangsins. Í mörgum tilvikum er slík langtímafjármögnun og sú skuldbinding sem í henni felst fyrst og fremst á færi ríkisins. Að auki þjónar vöktun mikilvægu hlutverki við að styðja við aðgerðir og ákvarðanatöku stjórnvalda. Vöktun er því oft á höndum opinberra rannsóknarstofnana. Hins vegar getur vöktun í sumum tilvikum einnig verið framkvæmd af öðrum aðilum, t.d. háskólum, frjálsum félagasamtökum eða einkaaðilum.

 Vöktun á Íslandi: Kortlagning og framtíðarsýn. Skýrsla verkefnahóps Vísinda- og tækniráðs um rannsóknarinnviði og vöktun, apríl 2017

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum