Hoppa yfir valmynd
19. júní 2017 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Uppbygging rannsóknarinnviða á Íslandi til framtíðar

Ein af lykilstoðum framúrskarandi árangurs í vísindum og nýsköpun er gott aðgengi að rannsóknarinnviðum. Rannsóknarinnviðir eru aðstaða, aðföng og þjónusta sem vísindamenn nýta við rannsóknir og til að stuðla að nýsköpun á fagsviðum sínum. Til rannsóknarinnviða teljast: sérhæfður tækjabúnaður (eða tækjasamstæður), skjala- og gagnasöfn, rafrænir innviðir (s.s. háhraðatengingar), samskiptanet og önnur tæki sem geta talist ómissandi og nauðsynleg til að ná árangri í rannsóknum og nýsköpun. Markmið skýrslunnar er að gera grein fyrir fjármögnun rannsóknarinnviða hér á landi og leggja fram tillögur að umbótum með það fyrir augum að efla uppbyggingu rannsóknarinnviða innanlands og alþjóðlegt samstarf um þá.

Uppbygging rannsóknarinnviða á Íslandi til framtíðar

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum