Hoppa yfir valmynd
18. janúar 2019 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Orkuskipti í íslenskum höfnum - skýrsla

Eitt af þeim verkefnum sem stjórnvöld vinna að í tengslum við aðgerðir í loftslagsmálum eru orkuskipti í haftengdri starfsemi og er stefnt að því að hlutdeild endurnýjanlegrar orku verði að minnsta kosti 10% árið 2030. Nú hefur verið lögð fram skýrsla með aðgerðaáætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum þar sem sérstök áhersla er lögð á raftengingu til skipa. Skýrslan var unnin af Íslenskri Nýorku ehf. og Hafinu og var unnin í víðtæku samráði við lykilaðila sem tengjast uppbyggingu innviða fyrir raftengingar skipa í höfnum.

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að staða raftenginga til skipa í höfnum er nokkuð góð hér á landi þegar litið er til lágspennutenginga en hins vegar er skortur á háspennutengingum sem nauðsynlegar eru stærri skipum. Tækni er ekki hindrun fyrir raftengingar til skipa en fjármögnun innviða í höfnum er lykilþáttur sem og hvatar til skipaeigenda vegna uppsetningar búnaðar.

Í áætluninni eru lagðar til fimm lykilaðgerðir sem eru eftirfarandi:

  1. Tryggt verði að allar hafnir bjóði raftengingar til smábáta og minni skipa, með rafmagnsnotkun á lágspennu, fyrir skip með aflþörf að 500 kW.
  2. Uppsetning tíðnibreyta til að tengja skip á 60 Hz tíðni.
  3. Háspennutengingar fyrir skip með aflþörf á bilinu 1-5 MW svo sem frystiskip, flutningaskip og minni skemmtiferðaskip.
  4. Háspennutengingar fyrir skip með aflþörf yfir 5 MW.
  5. Heitt vatn til kyndingar í skipum í höfn.

Þá eru til viðbótar tillögur um stuðningsaðgerðir stjórnvalda og möguleg frumkvæðisverkefni í tengslum við nýja Vestmannaeyjaferju, nýtt hafrannsóknarskip og háspennutengingu í Sundahöfn og á Seyðisfirði.

Í burðarliðnum er skipun starfshóps fjögurra ráðuneyta sem hefur það verkefni að vinna að gerð innviðaáætlunar fyrir orkuskipti í samgöngum. Í því felst að greina núverandi stöðu innviða á landinu öllu og leggja til tillögur um um forgangsmál og fjármögnun verkefna. Gert er ráð fyrir að tillögur starfshópsins liggi fyrir 1. mars 2019.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum