Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2019 Dómsmálaráðuneytið

Ráðherrar skipa nefnd til að fjalla um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu

Mannréttindadómstóll Evrópu - mynd
Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherrra hafa skipað nefnd sem á að greina þau álitaefni sem leiða af dómum Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við rannsókn og saksókn skattalagabrota og móta afstöðu til þess hvort og þá til hvaða breytinga þarf að ráðast í til að mæta þeim. 

Íslenska ríkið hefur í þrígang verið dæmt brotlegt gegn 4. gr. 7. samningsviðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um réttinn til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis fyrir sama brot (ne bis in idem).

Við vinnu nefndarinnar skal leggja til grundvallar þær skýrslur sem unnið hefur verið að síðastliðin ár í tengslum við þessi álitaefni. Formaður nefndarinnar er Ása Ólafsdóttir, prófessor, en auk hennar sitja í nefndinni, Snorri Olsen, ríkisskattstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri,

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, Björn Þorvaldsson, saksóknari, Ingibjörg Helga Helgadóttir, lögfræðingur, Haraldur Steinþórsson, lögfræðingur og Hinrika Sandra Ingimundardóttir, lögfræðingur.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira