Hoppa yfir valmynd
11. maí 2019 Forsætisráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Félagsmálaráðuneytið

Þingfundur ungmenna 17. júní

Þingfundur ungmenna 17. júní 2019 - mynd

Í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins verður haldinn þingfundur ungmenna á aldrinum 13‒16 ára, 17. júní nk. Opnað hefur verið fyrir umsóknir til þátttöku í þingfundinum hér á vef Stjórnarráðsins, www.stjornarradid.is/ungthing.

Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sínum á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar.

Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis og einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.

Gert er ráð fyrir að 70 ungmenni hvaðanæva af landinu taki þátt í fundinum, hluti þeirra er tilnefndur af ýmsum ungmennaráðum og um helmingur verður valinn úr hópi umsækjenda.

Umsóknarfrestur er til 20. maí nk.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira