Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2019 Forsætisráðuneytið, Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ríkisstjórnin styrkir þáttaröðina „Hvað getum við gert?”

  - myndHaraldur Jónasson / Hari
Ríkisstjórnin mun styrkja þáttaröðina „Hvað getum við gert?“ um 10 millj. kr. af ráðstöfunarfé sínu. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Þáttaröðin er framhald af þáttaröðinni „Hvað höfum við gert?” sem sýnd var á RÚV vorið 2019. Þar var gert ítarlega grein fyrir áskorunum mannkyns í loftslagsmálum og var sú þáttaröð styrkt um 13 millj. kr. af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar.

Sagafilm, í samstarfi við Festu og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi koma að þáttagerðinni þar sem sjónum verður beint að lausnum, þróun og nýsköpun í loftslagsmálum. Áherslan verður á valdeflingu einstaklinga og fyrirtækja í formi miðlunar upplýsinga, aðferða og leiðbeininga um til hvaða bragða einstaklingar, atvinnulíf og stjórnvöld geta gripið í baráttunni gegn loftslagsvánni. Sérstök áhersla verður sem fyrr lögð á samstarf við miðla ætluðum yngri kynslóðum.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

13. Aðgerðir í loftslagsmálum
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum