Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2020 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntun fyrir alla – horft fram á veginn: skýrsla starfshóps

Á haustmánuðum 2018 voru haldnir 23 fræðslu- og umræðufundir um allt land um menntun fyrir alla, sem lið í mótun nýrrar menntastefnu. Um 1800 þátttakendur mættu á fundina og sköpuðust þar gagnlegar umræður um mennta-, velferðar- og samfélagsmál. Eitt af markmiðum nýrrar menntastefnu verður að tryggja að allir í skólasamfélaginu hér á landi líti á skólastarf án aðgreiningar sem grundvöll gæðamenntunar fyrir alla nemendur í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Annars vegar funduðu forsvarsmenn sveitarfélaga og ábyrgðaraðilar mennta-, félags- og heilbrigðismála ásamt fulltrúum frá Kennarasambandi Íslands, Skólameistarafélagi Íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Menntamálastofnun, samtakanna Heimilis og skóla, Háskóla Íslands fyrir hönd kennaramenntunarstofnana og aðilum úr stýrihópi um eftirfylgni úttektar um menntun fyrir alla. Hins vegar funduðu fulltrúar kennara, skólastjórnenda, frístundastarfsfólks og foreldra á skólastigunum þremur ásamt fulltrúum frá fræðsluyfirvöldum sveitarfélaga og skóla- og félagsþjónustu á hverjum stað. Þeir fundir voru haldnir í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri  og starfsmann Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem er jafnframt starfsmaður Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir. Starfshópur vann síðan ítarlega úr niðurstöðum þeirra funda, hér má finna skýrslu hópsins „Menntun fyrir alla – horft fram á veginn“.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum