Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2020 Innviðaráðuneytið

Breytingar á lögum um loftferðir í samráðsgátt

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um loftferðir nr. 60/1998 og nokkrum öðrum lögum hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 10. febrúar 2020.

Tilefni frumvarpsins er fyrirhuguð innleiðing í landsrétt á reglugerð (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins (EASA) o.fl. auk fáeinna annarra EES-gerða á sviði flugöryggis.

Frumvarpið felur í sér nokkuð viðamiklar breytingar á lögum um loftferðir. Allflestar þeirra leiða beint af ákvæðum reglugerðar (ESB) 2018/1139, afleiddum gerðum hennar (og forvera) eða óbeint af framangreindum breytingum, svo sem til að styrkja eða styðja við þau ákvæði sem áfram er þörf á þar sem gildissviði reglugerðar (ESB) 2018/1139 sleppir.

Þá hefur verið leitast við að sameina í kafla efnisskyld ákvæði og samhliða yfirfara heimildir ráðherra til að setja reglugerðir á viðkomandi sviði.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum