Hoppa yfir valmynd
10. júní 2020 Forsætisráðuneytið

Skýrsla forsætisráðherra um framkvæmd upplýsingalaga

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur lagt fyrir Alþingi skýrslu um framkvæmd upplýsingalaga árið 2019 og er skýrslan sú fimmta frá árinu 2016.

Í skýrslunni er fjallað um meðferð kærumála hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál á árinu 2019 og sett fram tölfræði um fjölda mála og lyktir þeirra. Alls barst 191 kæra til nefndarinnar sem er fjölgun frá árinu áður en þá bárust nefndinni 146 kærur. Til samanburðar var fjöldi kærumála 72 árið 2017. Kveðnir voru upp 90 úrskurðir sem er metfjöldi frá því nefndin tók til starfa en árið 2018 voru kveðnir upp 57 úrskurðir og árið 2017 voru þeir 48. Málsmeðferðartími kærumála var svipaður og árið á undan eða að meðaltali 222 dagar frá kæru til úrskurðar en árið 2018 var málsmeðferðartíminn 212 dagar.

Í skýrslunni er jafnframt fjallað um skipan og starfsaðstæður úrskurðarnefndar um upplýsingamál og helstu breytingar laga nr. 72/2019 sem breyttu upplýsingalögum, nr. 140/2012. Þá er jafnframt að finna sérstaka umfjöllun um kærumál fjölmiðla hjá úrskurðarnefndinni.


Skýrslan í heild sinni á vef Alþingis

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira