Hoppa yfir valmynd
19. júní 2020 Forsætisráðuneytið

Réttarstaða brotaþola - Greinargerð um leiðir til að styrkja réttarstöðu brotaþola

Hildur Fjólu Antonsdóttur, réttarfélagsfræðingur, er höfundur skýrslu um stöðu brotaþola á Íslandi í samanburði við önnur Norðurlönd og gera tillögur um úrbætur. Skýrslan var unnin fyrir stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi sem falið var að gera tillögur um lagabreytingar með það að markmiði að styrkja stöðu brotaþola sem er í samræmi við stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Skýrslan leiðir í ljós að Ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda að því er varðar réttarstöðu brotaþola, að Danmörku undanskilinni. Í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi er réttur brotaþola til upplýsinga, aðgangs að gögnum og þátttöku í meðferð máls fyrir dómi mun ríkari. Í skýrslunni eru settar fram tillögur um endurskoðun á löggjöf og lagaframkvæmd í fimmtán liðum, sem lúta að auknum rétti til upplýsinga og þátttöku á rannsóknar-, ákæruvalds- og dómstigi, auknum rétti til upplýsinga að dómi uppkveðnum og auknu aðgengi að skaðabótum. Lagt er til að brotaþolar fái aðild að sakamálinu eða, til vara, hljóti flest þau réttindi sem aðilar máls hafa eins og tíðkast á flestum Norðurlöndunum. 

Réttarstaða brotaþola - Greinargerð um leiðir til að styrkja réttarstöðu brotaþola.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira