Hoppa yfir valmynd
18. mars 2021 Forsætisráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Ný stefna í almannavarna- og öryggismálum

Fjórði fundur almannavarna- og öryggismálaráðs var haldinn 15. mars sl. Á fundinum var samþykkt ný stefna í almannavarna- og öryggismálum. Í stefnunni endurspeglast áherslur ríkisstjórnarinnar að standa vörð um traustar almannavarnir og að tryggja órofa virkni mikilvægra innviða.

Hlutverk almannavarna- og öryggismálaráðs er að marka stefnu í almannavarna- og öryggismálum til þriggja ára í senn. Stefnunni er m.a. ætlað að greiða fyrir víðtæku samstarfi stjórnvalda í því skyni að ná markmiði almannavarna og tryggja heildarsýn og samhæfðar aðgerðir á sviði almannavarna- og öryggismála.

Í almannavarna- og öryggismálaráði eiga sæti fulltrúar ráðuneyta, stofnana, sveitarfélaga og samtaka sem koma að mótun þeirrar heildarsýnar og samhæfingu aðgerða til að tryggja öryggi almennings, umhverfi og eignir og samhæfa varnir og viðbrögð við hamförum, hvers eðlis sem þær eru. Forsætisráðherra er formaður ráðsins en umsýsla vegna þess er í höndum dómsmálaráðherra.

Skipan almannavarna- og öryggismálaráðs

Stefna stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum