Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2021 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Opið samráð um evrópska áætlun um hreyfanleika í borgum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um nýja áætlun um hreyfanleika í borgum (e. urban mobility). Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum um áætlunina er til og með 25. maí nk.

Með þessari nýju áætlun á að byggja á árangri sem náðst hefur með fyrri áætlun um sama efni frá 2013 (e. 2013 urban mobility package). Með þessum hætti hyggst Evrópusambandið auka líkur á því að það nái markmiðum sínum í umhverfismálum sem það hefur sett sér til ársins 2050.

Stungið er upp á leiðum til að hvetja ríki Evrópu til að þróa almenningssamgöngur sem eru allt í senn öruggar, aðgengilegar, tæknilega fullkomnar, áreiðanlegar, án losunar gróðurhúsalofttegunda auk þess að vera þannig úr garði gerðar að þær henti öllum. Einnig er komið inn á mengun og umferðarteppur auk þess að dreginn er lærdómur af því ástandi sem skapast hefur vegna Covid 19 og áhrifa faraldursins á almenningssamgöngur. Allt er þetta gert til að hvetja til að færa samgöngur og samfélög nær því að vera losunarlaus.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira