Hoppa yfir valmynd
7. júní 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Frístundaheimili – leikur og nám á forsendum barna (þemahefti)

Leiðarljós íslenskra frístundaheimila er að bjóða börnum upp á þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra. Gefin hafa verið út markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum og nú er einnig komið út þemaheftið Frístundaheimili – leikur og nám á forsendum barna. Í þemaheftinu er m.a. fjallað um félags- og samskiptahæfni, leik og lýðræði, raddir barna, margbreytileikann og fjölmenningu, mál og læsi, útivist og ævintýri, skapandi starf, samþættingu og samstarf, leiðtoga og þróunarstarf og umgjörð frístundaheimila.

Ritstjóri er Oddný Sturludóttir aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Ísland. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum