Hoppa yfir valmynd
9. ágúst 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla

Út er komin skýrslan Ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla en hún inniheldur helstu niðurstöður samstarfsverkefnis ráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og 13 sveitarfélaga um fjármögnun grunnskóla hér á landi. Í niðurstöðum úttektar Evrópumiðstöðvar (2017) á framkvæmd menntastefnu um skóla án aðgreiningar (menntun fyrir alla) eru settar fram þrjár lyftistangir eða tillögur til úrbóta sem geta stutt við frekari þróun menntakerfisins fyrir alla. Ein af þessum lyftistöngum snýr að úthlutun og nýtingu fjármagns. Markmið verkefnisins var að skoða hvernig stuðla mætti markvissar að snemmtækum stuðningi og forvörnum og auka hæfni menntakerfisins til að starfa á grundvelli jafnaðar, skilvirkni og hagkvæmni. Þá var einnig lagt upp með að hefja innleiðingu leiðbeinandi viðmiða Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir um ráðstöfun fjármuna í skólakerfum menntunar fyrir alla.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum