Hoppa yfir valmynd
23. september 2021 Matvælaráðuneytið

Stjórn fiskveiða 2021/2022 - Lög og reglugerðir

Í sérprentun þessari eru tekin saman helstu lög og reglugerðir sem lúta að stjórn fiskveiða á fiskveiðiárinu 2021/2022, sem falla undir málefnasvið sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Útgáfan er ætluð til hagræðis fyrir notendur og því hefur umfang ritsins verið aukið. Þó eru í ritinu ekki tilgreindar reglugerðir sem varða veiðar íslenskra skipa í Barentshafi, heimildir veiðar erlendra skipa til veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands og reglugerðir sem varða stjórnun veiða á samningssvæðum Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunarinnar (NAFO) og Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC). Ritið inniheldur yfirlit um önnur lög, reglugerðir og fyrirmæli sem varða málefni um stjórn fiskveiða en ekki var talin ástæða til að hafa með í þessari sérprentun.

Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á ritinu til þess að auka notagildið og tilvísanir hafa verið uppfærðar með hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum. Í einhverjum tilvikum hefur uppsetning verið aðlöguð til hagræðis en áréttað skal að séu frávik frá texta Stjórnartíðina í þessari útgáfu þá víkur að sjálfsögðu texti þessar útgáfu.

  • Vefútgáfa af Stjórn fiskveiða 2021/2022 - Lög og reglugerðir

 QR kóði niðniðurhalshlekk

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum