Hoppa yfir valmynd
6. desember 2021 Forsætisráðuneytið

24. fundur um stjórnarskrármál

24. fundur – haldinn þriðjudaginn 10. nóvember 2020, kl. 13:00-16:00, í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Fundargerð

Mætt eru: Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra (VG), Bjarni Benediktsson (Sjálfstæðisflokki), Logi Einarsson (Samfylkingu), Sigurður Ingi Jóhannsson (Framsóknarflokki), Inga Sæland (Flokki fólksins), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (Viðreisn), Helgi Hrafn Gunnarsson (Pírötum) og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (Miðflokki).

Þá sitja fundinn Unnur Brá Konráðsdóttir, verkefnisstjóri stjórnarskrárendurskoðunar, og Oddur Þorri Viðarsson, lögfræðingur á skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu, sem ritar fundargerð.

1. Fundargerð síðasta fundar

Fundargerð síðasta fundar er samþykkt.

2. Umræður um málið í heild

Forsætisráðherra ræddi verkefnið almennt og stöðu þess. Nú taki við að taka ákvörðun um framlagningu á Alþingi. Umræður um vinnuna. 

3. Forseti og framkvæmdarvald

Frumvarpið var rætt.

4. Umhverfisákvæði

Frumvarpið var rætt.

5. Þjóðaratkvæðagreiðslur

Frumvarpið var rætt.

6. Íslensk tunga

Frumvarpið var rætt.

7. Auðlindaákvæði

Frumvarpið var rætt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Logi Einarsson óska eftir því að eftirfarandi verði bókað:

„Umræðu um ákvæðið er ekki lokið og teljum við að hægt væri að þoka málinu nær samkomulagsátt með frekari vinnu og samtali. Til þess var hins vegar enginn vilji af hálfu ríkisstjórnarflokka og Miðflokks.”

8. Þjóðarfrumkvæði

Minnisblað Jóns Ólafssonar um almenningssamráð um málefnið var lagt fram. Forsætisráðherra ræðir hugmyndir um að samið verði frumvarp til almennra laga um efnið.

9. Framsal valdheimilda í þágu alþjóðastofnana

Frumvarpið var rætt.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir óskar eftir því að eftirfarandi verði bókað:

„Það eru mikil vonbrigði að vinnunni skuli ekki ljúka með framlagningu frumvarps. Af hálfu Viðreisnar var það mikilvæg forsenda í þessu ferli enda brýnt að þjóðin sjálf hafi sjálfdæmi um það hvort og hvaða skref hún taki í alþjóðasamstarfi og sé ekki háð boðvaldi stjórnmálaflokka í því. Má líta á þessar lyktir málsins sem brot á samkomulagi flokkanna sem gert var í byrjun kjörtímabils, jafnvel svik. Viðreisn hefur jafnframt haldið því til haga að rétt sé að nýta tímann á þessu kjörtímabili til að jafna atkvæðisrétt í gegnum breytingar á stjórnarskrá.“

10. Breytingarákvæði stjórnarskrár

Minnisblað Jóns Ólafssonar um almenningssamráð um málefnið var lagt fram.

11. Jöfnun atkvæðisréttar

Lögð voru fram minnisblöð Jóns Ólafssonar og Ólafs Þ. Harðarsonar um málefnið.

12. Álit Feneyjanefndar Evrópuráðsins

Álit nefndarinnar lagt fram.

13. Lokaskýrsla vegna rökræðufundar

Skýrslan lögð fram.

14. Önnur mál

Fleira ekki rætt.

Fundi slitið kl. 16:00.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum