Hoppa yfir valmynd
9. desember 2021 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Netöryggisstefna Íslands 2021-2036

Ný netöryggisstefna Íslands fyrir árin 2021-2036 var staðfest í lok nóvember. Netöryggismál ná til alls samfélagsins og í stefnunni eru birt framtíðarsýn og markmið stjórnvalda um stöðu netöryggis í íslensku samfélagi ásamt mælikvörðum og áherslum til að ná settum markmiðum. Á grunni stefnunnar verður gerð sérstök aðgerðaáætlun til fimm ára en aðgerðir verða ýmist í höndum ráðuneyta og stofnana eftir því sem við á. Framtíðarsýn í netöryggi Íslands er kynnt í stefnunni: „Íslendingar búa við öryggi á Netinu sem byggir á öflugri öryggismenningu, traustum netvörnum og löggæslu, virku samstarfi, innanlands og alþjóðlega, og traustri löggjöf sem stuðlar að nýsköpun og framþróun í þjónustu á Netinu.“

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira