Hoppa yfir valmynd
30. desember 2021 Innviðaráðuneytið

Skýrsla um öryggi lendingarstaða

Skýrsla starfshóps um öryggi lendingarstaða felur í sér heildstætt mat á mikilvægi lendingarstaða á Íslandi út frá öryggishlutverki þeirra í víðum skilningi. Verkefnið var skilgreint í flugstefnu í núgildandi samgönguáætlun 2020-2034 sem Alþingi samþykkti sumarið 2020. Niðurstöður og tillögur skýrslunnar munu nýtast vel við endurskoðun samgönguáætlunar og tillögugerð á næstu árum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, skipaði starfshópinn (þá sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra) í júní sl. til að leggja mat á lendingarstaði út frá öryggi þeirra.

Skýrslan var unnin í samstarfi við Flugmálafélag Íslands, heilbrigðisráðuneytið, Isavia innanlandsflugvelli, Landhelgisgæslu Íslands, Mýflug, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Slysavarnafélagið Landsbjörg.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum