Hoppa yfir valmynd
15. september 2022 Forsætisráðuneytið

Málþing um ​jafnlaunamál 16. september 2022

Alþjóðlega jafnlaunabandalagið (EPIC) stendur fyrir rafrænu málþingi um jafnlaunamál á morgun, föstudaginn 16. september, í tilefni alþjóðlega jafnlaunadagsins. Í ár verður  sjónum beint að launagagnsæi en nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að launagagnsæi skiptir máli við að útrýma kynbundum launamun og draga úr öðru kynjamisrétti á vinnumarkaði.

Á málþinginu munu fulltrúar stjórnvalda, alþjóðasamtaka, launafólks og atvinnurekenda ræða mismunandi leiðir til að tryggja launagagnsæi og mikilvægi þess í baráttunni fyrir launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði.

Alþjóðlegi jafnlaunadagurinn er nú haldinn í þriðja sinn og er markmið hans að vekja athygli á aðgerðum sem stuðla að launajafnrétti og hvetja til frekari aðgerða til að markmið um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf nái fram að ganga. Það var að frumkvæði Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var tillaga um að halda slíkan jafnlaunadag árlega til að leggja áherslu á mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu og samstarf allra aðila sem hafa með jafnlaunamál að gera.

Frekari upplýsingar og skráningarhlekkur á málþingið sem er öllum opið.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira