Hoppa yfir valmynd
28. september 2022 Dómsmálaráðuneytið

Þorsteinn Magnússon og Þórhallur Haukur Þorvaldsson skipaðir héraðsdómarar

Dómsmálaráðherra hefur skipað Þorstein Magnússon og Þórhall Hauk Þorvaldsson í embætti héraðsdómara frá 1. október næstkomandi. Mun Þorsteinn hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur og Þórhallur Haukur starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness, en báðir munu þeir sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar.

Þorsteinn Magnússon lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2008 og viðbótardiplóma í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla árið 2021. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2010. Frá árinu 2012 hefur Þorsteinn gegnt starfi framkvæmdastjóra óbyggðanefndar auk þess sem hann hefur átt sæti í nefndinni frá árinu 2016. Af öðrum störfum má nefna að Þorsteinn starfaði sem lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu árin 2008-2009, sem lögmaður árin 2010-2012 og sem varamaður formanns Kærunefndar húsamála frá árinu 2013. Þá hefur Þorsteinn sinnt kennslu og fræðaskrifum í lögfræði auk þess að starfa að félagsmálum af ýmsu tagi.

Þórhallur Haukur Þorvaldsson lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1999 og lagði stund á nám við lagadeild Háskólans í Árósum árin 2005-2006. Árin 1999-2005 starfaði Þórhallur Haukur sem fulltrúi og staðgengill sýslumannsins á Blönduósi og Hvolsvelli og var um skeið settur sýslumaður. Frá árinu 2006 hefur hann starfað sem lögmaður, þar af með réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti Íslands frá árinu 2013. Af öðrum störfum Þórhalls Hauks má nefna að hann hefur átt sæti í almannavarnarnefnd Húnavatnssýslna og Rangárvallarsýslu og tekið sæti í nefnd um framkvæmd sveitarstjórnarkosninga og í landskiptanefnd. Þá hefur Þórhallur Haukur sinnt kennslu í lögfræði og sinnt félagsmálum af ýmsu tagi.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira