Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2023 Forsætisráðuneytið

Málþing um dómstólakafla stjórnarskrárinnar

Forsætisráðuneytið í samvinnu við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands býður til málþings undir yfirskriftinni Er þörf á breytingum á dómstólakafla stjórnarskrárinnar? Málþingið fer fram í Háskólanum á Akureyri, stofu M102, þriðjudaginn 5. desember kl. 14.00-16.00 og verður auk þess í beinu streymi.

Á málþinginu verður fjallað um greinargerð Hafsteins Þórs Haukssonar, dósents við lagadeild Háskóla Íslands, um hvort þörf sé á breytingum á dómstólakafla stjórnarskrárinnar. Málþingið er annað af þremur sem haldin verða um efni greinargerða sérfræðinga sem forsætisráðherra fól að vinna um kafla stjórnarskrárinnar um mannréttindi, Alþingi og dómstóla.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur opnunarávarp og Hafsteinn Þór Hauksson fjallar um greinargerð sína um dómstólakafla stjórnarskrárinnar. Þá mun Sigurður Örn Hilmarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands, flytja erindi.

Loks verða pallborðsumræður þar sem þátttakendur eru:

  • Eiríkur Elís Þorláksson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík
  • Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild Háskólans á Akureyri
  • Sunna Axelsdóttir, héraðsdómslögmaður
  • Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins
  • Logi Einarsson, þingsflokksformaður Samfylkingarinnar
  • Sigmundur Davíð Gunnarsson, formaður Miðflokksins

Fundarstjóri er Ingibjörg Ingvadóttir, aðjúnkt við lagadeild Háskólans á Akureyri.

Greinargerð Hafsteins Þórs Haukssonar 

Hlekkur á beint streymi frá málþinginu 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum