Hoppa yfir valmynd
7. desember 2023 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherra á fundi Schengen-ráðherra í Brussel

Ráðherrar dóms- og innanríkismála funduðu innan hins hefðbundna Schengen-ráðs þann 5. desember. Guðrún Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, sótti fundinn fyrir Íslands hönd. Á fundinum var farið yfir heildarstöðuna á Schengen-svæðinu, þ.e. innra öryggi svæðisins og stöðuna á ytri landamærum. Finnland upplýsti um stöðuna á ytri landamærum en nýverið tóku Finnar ákvörðun um að loka öllum landamærastöðvum sem liggja að Rússlandi.

Á fundinum var einnig lögð sérstök áhersla á mikilvægi skilvirkra brottvísana einstaklinga í ólögmætri dvöl.  Þá var stækkun Schengen-svæðisins einnig rædd en Búlgaría og Rúmenía hafa enn ekki fengið aðgang að svæðinu þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði síðan 2011. Ylva Johansson, framkvæmdastjóri innanríkismála ESB hvatti aðildarríkin til þess að samþykkja stækkun svæðisins sem fyrst og þá helst fyrir áramót. Yfir hádegisverði ræddu ráðherrar stöðuna í Miðausturlöndum og áhrif árásastríðs Rússlands í Úkraínu. Ráðherrar voru einnig upplýstir um stöðuna á þríhliða viðræðum við Evrópuþingið um hælispakka ESB en þingið og ráðherraráðið hefur aldrei verið eins nálægt því að ná samkomulagi.  

Dómsmálaráðherra tók undir mikilvægi þess að forgangsraða brottvísunum þeirra einstaklinga af svæðinu sem taldir eru vera ógn við öryggi almennings og upplýstu um að að íslensk stjórnvöld myndu tryggja að sú framkvæmd yrði viðhöfð. Í þessum tilgangi upplýsti ráðherra einnig um frumvarp sem hún hyggst leggja fyrir þingið fljótlega eftir áramót um lokað búsetuúrræði. Ráðherra ítrekaði einnig mikilvægi Schengen samstarfsins fyrir Ísland og þakkaði Evrópsku landamæra-og strandgæslustofnuninni Frontex fyrir gott samstarf. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum