Máltækniáætlun 2.0
Menningar- og viðskiptaráðuneytið kynnti vorið 2024 áætlun um íslenska máltækni sem undirstrikar mikilvægi þess að tryggja stafræna framtíð tungumálsins. Áætlunin telur fram sjö afmarkaðar tillögur og kjarnaverkefni og byggir á fyrri máltækniáætlun ráðuneytisins. Stýrihópur um gerð máltækniáætlunar stjórnvalda, sem ráðherra skipaði 15. maí 2023, stendur að baki tillögunum sem kynntar voru.