Hoppa yfir valmynd
16. janúar 2007 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Brýnt að vinna hratt og vel að nýjum sæstreng

Engar bylgjur ekkert samband var yfirskrift fundar sem Skýrslutæknifélag Ísland (Ský) stóð fyrir í hádeginu í dag. Var þar meðal annars rætt um nýjan sæstreng, áhrif sambandsrofa í millilandasamskiptum, hagsmuni fjármálageirans og fleira. Fundinn sóttu liðlega 70 manns.

Fundur hjá Skýrslutæknifélaginu
Fundur hjá Skýrslutæknifélaginu. Sturla Böðvarsson í ræðustól.

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sagði á fundinum að undirbúningur væri að hefjast um fyrirkomulag við fjárfestingu og rekstur á nýjum sæstreng. ,,Fyrstu skrefin eru að ákveða hvaða leið á að fara sem getur bæði verið að stofna félag um lagningu og rekstur nýs strengs eða að fela Farice verkið. Þetta mál þarf að vinna hratt og vel og ég stefni að því að meginlínur verði lagðar fyrir vorið og að við getum hafið nauðsynlegar rannsóknir í sumar og að nýr strengur verði tekinn í notkun síðla árs 2008,? sagði ráðherrann. Hann sagði sæstreng dýran í rekstri og mikilvægt væri því að gæta hagkvæmni þannig að reksturinn gæti borið sig og unnt væri að veita þjónustu á viðunandi verði. ,,Einnig þarf að vera sem einfaldast í framkvæmd að flytja viðskipti og umferð á milli strengja ef bilanir og vandamál koma upp. Það er því ýmislegt sem bendir til að þessi rekstur skuli vera á einni og sömu hendi.?

Meðal annarra sem töluðu á fundinum voru Þröstur Sigurðsson, forstöðumaður fjármálaráðgjafar ParX, sem ræddi um áhrif sambandsrofa í millilandasamskiptum og Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice hf., sem fjallaði um rekstur Farcie og Cantat-3 sæstrengjanna. Kom fram í máli hans að verðlagning á þjónustu Farice færi sífellt lækkandi með auknum viðskiptum.

Jón Ingi Þorvaldsson frá Glitni ræddi um hagsmuni fjármálageirans gagnvart tengingum til útlanda. Kom meðal annars fram í máli hans að mikið væri í húfi fyrir fjármálafyrirtæki að samskiptin milli landa væru örugg. Bæði vegna stöðugs símasambands við fyrirtæki Glitnis og samstarfsaðila um allan heim og ekki síður vegna viðskipta með hlutabréf og á gjaldeyrismarkaði, þar yrði að vera unnt að fylgjast stöðugt með til að bregðast við hreyfingum á erlendum mörkuðum.

Í lokin talaði Alexander Picchietti frá Símanum um samkeppnishæfni, markaðinn og vöxt.Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira