Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2017 Utanríkisráðuneytið

Ísland og Brexit:

Útganga Bretlands úr ESB mun hafa víðtæk áhrif á Evrópusamstarf til framtíðar og snertir hagsmuni Íslands með beinum hætti. Náin tengsl eru á milli Íslands og Bretlands sem byggja í dag að miklu leyti á EES-samningnum. Í nýrri skýrslu, Ísland og Brexit: Greining hagsmuna vegna útgöngu Bretlands úr EES, er lagt mat á áhrif þess að ákvæði EES-samningsins giltu ekki lengur í samskiptum við Bretland. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á áframhaldandi aðgang að breskum mörkuðum og á samstarf ríkjanna á ýmsum öðrum sviðum. Skýrslan leggur grunn að umfangsmikilli vinnu sem nú á sér stað við að skilgreina enn fremur markmið Íslands í framtíðarviðræðum við Bretland.

„Bretland er eitt af allra mikilvægustu samstarfsríkjum okkar. Að tryggja náin tengsl við Breta til framtíðar er því algjört forgangsverkefni. Til að geta komið auga á tækifærin sem þessar sviptingar gætu haft í för með sér er mikilvægt að vinna heimavinnuna vel. Þessi skýrsla er til marks um mikilvægi þessa viðfangsefnis,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.

Upplýsingar um skipulag vinnunnar, næstu skref og samantekt á niðurstöðum má finna í inngangskafla skýrslunnar.

Ísland og Brexit: Greining hagsmuna vegna útgöngu Bretlands úr EES

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum