Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2006 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Stjórn fjarskiptasjóðs og verkefnastjórnar um fjarskiptaáætlun

Samgönguráðherra hefur skipað stjórn fjarskiptasjóðs og verkefnastjórnar um fjarskiptaáætlun.

Í samræmi við 3 gr. laga um fjarskiptasjóð nr. 132/2005 skipaði samgönguráðherra fulltrúa í stjórn sjóðsins og verkefnastjórn fjarskiptaáætlunar. Skipunartími er frá 1. febrúar 2006 til 1. febrúar 2009. Í lögum um fjarskiptasjóð segir:

Stjórn sjóðsins hefur yfirumsjón með fjármálum fjarskiptasjóðs í samræmi við hlutverk sjóðsins. Stjórn sjóðsins er jafnframt verkefnastjórn fjarskiptaáætlunar og skal hún skila skýrslu um starfsemi sjóðsins til samgönguráðherra sem leggur hana fyrir Alþingi til upplýsinga.

Hlutverk sjóðsins er að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjarskipta, verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóðfélagsins á sviði fjarskipta og annarra verkefna, enda sé kveðið á um þau í fjarskiptaáætlun, og ætla má að ekki verði í þau ráðist á markaðsforsendum.

Aðalmenn:

Friðrik Már Baldursson, prófessor og formaður Fjarskiptasjóðs
Adolf H. Berndsen, framkvæmdastjóri
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæ
Hjálmar Árnason, alþingismaður,
Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri forsætisráðuneytinu

Varamenn:

Unnur Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri samgönguráðuneytinu
Bergþór Ólason, aðstoðarmaður ráðherra



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum