Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2015 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Fyrsti fundur netöryggisráðs haldinn ívikunni

Netöryggisráð hélt fyrsta fund sinn 3. nóvember. - mynd

Fyrsti fundur netöryggisráðs var haldinn í innanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 3. nóvember en í ráðinu sitja fulltrúar opinberra aðila. Megin hlutverk ráðsins er að hafa umsjón með framkvæmd á stefnu stjórnvalda um net- og upplýsingaöryggi.

Netöryggisráð samhæfir aðgerðir, einkanlega þeirra er lúta að opinberum aðgerðum og skal það endurskoða aðgerðaráætlun um net- og upplýsingaöryggi eigi sjaldnar en árlega. Þá skal ráðið gera tillögu um forgangsröðun og fjármögnun verkefna og skila árlega skýrslu til innanríkisráðherra um framkvæmd stefnunnar. Netöryggisráð er stjórnvöldum til ráðgjafar í málum sem snerta net- og upplýsingaöryggi eftir því sem óskað er.

Jafnframt mun netöryggisráð mun að höfðu samráði við samtök hagsmunaaðila á sviði fjarskipta, fjármála, orku- og veitukerfa, samgöngumála, upplýsingatækni, heilbrigðismála og háskóla mynda samstarfshóp um net- og upplýsingaöryggi, til að tryggja sem víðtækast samráð um þessi mál og samhæfa aðgerðir eftir því sem ástæða þykir til.

Myndin hér að neðan var tekin í lok fyrsta fundar netöryggisráðs. Á henni eru frá vinstri:

Anna Borgþórsdóttir Olsen, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytis, Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, Ólafur Egill Jónsson, fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Íva Sigrún Björnsdóttir, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sigurður Emil Pálsson, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu og formaður ráðsins, Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggissviðs Persónuverndar, fulltrúi Persónuverndar, Vera Sveinbjörnsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, Guðbjörg Sigurðardóttir, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu, og Jónas Haraldsson, fulltrúi utanríkisráðuneytis. Einnig eru í ráðinu þeir Jón F. Bjartmarz, fulltrúi ríkislögreglustjóra og Stefán Snorri Stefánsson, fulltrúi netöryggissveitar (CERT-IS).

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum