Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2008 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Ræddi samgöngu- og fjarskiptamál á fundi á Djúpavogi

Kristján L. Möller samgönguráðherra fjallaði um samgöngu- og fjarskiptamál á opnum fundi með íbúum Djúpavogs síðastliðinn þriðjudag. Fór hann meðal annars yfir þær framkvæmdir sem stæðu fyrir dyrum í vegamálum í landsfjórðungnum.

Samgönguráðherra á fundi á Djúpavogi.
Samgönguráðherra á fundi á Djúpavogi.

Meðal verkefna í vegagerð sem framundan eru má nefna nýjan heilsársveg yfir Öxi, nýjan vegarkafla á Melrakkasléttu, og nýjan kafla á Vopnafjarðarleið, nýr vegarkafli um Hólmaháls, lagfæring vegar í Þvottár- og Hvalnesskriðum og fyrstu skref í undirbúningi Lónsheiðarganga. Alls verður unnið að nýframkvæmdum í kjördæminu fyrir um 4,5 milljarða á árinu.

Undirbúningsrannsóknir vegna nýs vegar um Öxi hafa staðið yfir og mun þeim ljúka í sumar. Þá er mat á umhverfisáhrifum í undirbúningi. Sumarumferð um Öxi hefur aukist úr 25 bílum á dag árið 2000 í 190 árið 2006 og að sama skapi minnkaði umferðin um Breiðdalsheiði úr 163 í 83. Núverandi vegur liggur í 532 m hæð en nýr vegur færi hæst í 522 m. Breiðdalsheiði fer hæst í 441 metra. Markmiðið með Axarvegi er að bæta samgöngur á Austurlandi og gerða þær greiðari, auka umferðaröryggi og draga úr slysahættu.

Fjarskiptamál komu einnig til umræðu og eftir erindi ráðherra voru umræður og fyrirspurnir.Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira