Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2015 Innviðaráðuneytið

Þróun fjármála sveitarfélaga í heildina jákvæð

Komin er út ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga fyrir tímabilið 2013-2014. Fram kemur í inngangi skýrslunnar að ekki verði annað séð en að fjármál sveitarfélaga einkennist af stöðugleika og að þróunin sé í heildina jákvæð. Í skýrslunni er gerð grein fyrir starfsemi nefndarinnar og þar er einnig að finna yfirlit yfir þróun fjármála sveitarfélaga frá 2007 til 2013.

Í skýrslunni er farið yfir þróun fjármála sveitarfélaga, gerð grein fyrir störfum nefndarinnar, sérstökum aðgerðum og samningum við sveitarfélög og aðlögunaráætlunum. Þá er að finna í skýrslunni samanburð á ársreikningum bæði A-hluta og samstæðureikningi sveitarfélaga landsins.

Hlutverk eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga er að fylgjast með fjármálum, þ.m.t. reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélaga, og bera saman við viðmiðanir samkvæmt sveitarstjórnarlögum og reglum settum samkvæmt þeim. Nefndin skal hafa almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Verkefni eftirlitsnefndar beinast fyrst og fremst að fyrirbyggjandi aðgerðum. Þeim sinnir nefndin með því að vekja athygli á tilteknum þáttum í rekstri og efnahag sveitarfélaga sem ekki eru í samræmi við fjárhagsleg viðmið og/eða með viðvörunum ef fjármál sveitarfélags virðast stefna í óefni.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum