Hoppa yfir valmynd
27. september 2016 Forsætisráðuneytið

Skýrslu innanríkisráðherra um mannréttindi dreift á Alþingi í dag

Skýrslu innanríkisráðherra um mannréttindi hefur verið dreift á Alþingi. Vorið 2015 tilkynnti innanríkisráðherra forseta Alþingis með bréfi þá fyrirætlun sína að leggja fyrir Alþingi skýrslu um mannréttindi og um aukna samvinnu ráðuneytisins og Alþingis til að bæta upplýsingagjöf til þingsins um málefnasviðið. Fjallað er um mannréttindi á alþjóðavísu, mannréttindi á Íslandi og mögulegar umbætur.

Í inngangi skýrslunnar er bent á að öll ráðuneytin sinni mannréttindamálum með einhverjum hætti og að mannréttindi séu eitt af stærstu viðfangsefnum samtímans. Áskoranir sem fylgi breyttri heimsmynd hafi knúið dyra á Íslandi og að fjölmenningarsamfélaginu með öllum sínum jákvæðu framförum hafi því miður einnig fylgt hætta á aukinni öfgahyggju og hættu á að mannréttindum sé kastað fyrir róða. Því sé brýnt að hlúa vel að umræðu um mannréttindi í víðum skilningi og gegni Alþingi þar mikilvægu hlutverki.

Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir meðal annars að aðkoma Alþingis að mannréttindum hafi sjaldan verið mikilvægari en nú. Innanríkisráðherra óski eftir víðtækri samstöðu við Alþingi um gerð aðgerðaáætlunar til að tryggja betri upplýsingagjöf ráðuneytisins til Alþingis og að vilji ráðherra standi til þess að auka verulega samráð framkvæmdavaldsins og Alþingis.

Lagðar eru til þrjár tillögur:

  • Komið verði á mannréttindateymi stjórnarráðsins.
  • Skýrslugjöf til alþjóðastofnana vegna mannréttindamála verði samræmd og heyri undir mannréttindateymi stjórnarráðsins.
  • Fyrirsvar Íslands fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu verði fært til ríkislögmanns.

Þá segir að upptalningunni sé ekki ætlað að vera tæmandi og undirstrikað að vernd mannréttinda séu samstarfsverkefni samfélagsins alls.

  • Skýrsla innanríkisráðherra um mannréttindi er á vef Alþingis

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum