Hoppa yfir valmynd
12. desember 2008 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Kynningarfundur um net- og upplýsingaöryggi

Samgönguráðuneytið efnir til kynningarfundar um net- og upplýsingaöryggi næstkomandi miðvikudag, 17. desember. Fjallað verður um mögulega stofnun CERT/CSIRT teymis á Íslandi sem snýst um alþjóðlegt samstarf um netöryggi.

Þar sem öryggi í fjarskipta- og upplýsinganetum snertir flest fyrirtæki og stofnanir á Íslandi auk alls almennings telur samgönguráðuneytið mikilvægt að fá sjónarmið sem flestra um með hvaða hætti öryggið verði best tryggt. Fjallað verður um þessi mál á kynningarfundinum og munu innlendir og erlendir sérfræðingar ræða efnið í fyrirlestrum og pallborði.

Fundurinn verður haldinn í ráðstefnusal Þjóðminjasafnsins og stendur milli klukkan 13 og 15 og er öllum opinn. Dagskrá má sjá hér að neðan:

Net- og upplýsingaöryggi

Möguleg stofnun CERT/CSIRT teymis á Íslandi

Kynningarfundur vegna umræðuskjals samgönguráðuneytisins um mögulega stofnun CERT/CSIRT teymis á Íslandi

Ráðstefnusal Þjóðminjasafnsins, miðvikudaginn 17. desember 2008 klukkan 13 – 15. 

Dagskrá:

13:00 – 13:10 Setning fundar

 Karl Alvarsson, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu.

 

13:10 – 13:30 Kynning á skýrslu um CERT/CSIRT teymi á Íslandi sem unnin var af Póst- og fjarskiptastofnun og á umræðuskjali samgönguráðuneytisins

Geir Ragnarsson MSc.EE, verkfræðingur í samgönguráðuneytinu

 

13:30 – 14:00 CERTs in Europe – a wrap-up of ENISA activities

Marco Thorbruegge, Senior Expert Computer and Incident Response, frá Net- og upplýsingastofnun Evrópu, ENISA.

 

14:00 14:30 Net- og upplýsingaöryggi

Svana Helen Björnsdóttir MSc EE verkfræðingur og forstjóri Stika ehf.

 

14:30 – 15:00 Pallborð, umræður og fyrirspurnir.

Fyrirlesarar taka sæti í pallborði auk Stefáns Snorra Stefánssonar, sérfræðings hjá Póst- og fjarskiptastofnun og höfundar kynningarskýrslunnar.

 

Skýrsluna og umræðuskjalið má finna hér á vefsíðu samgönguráðuneytisins.

 



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum