Hoppa yfir valmynd
12. mars 2007 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Forval vegna síðari áfanga gsm-þéttingar

Stjórn fjarskiptasjóðs hefur auglýst forval vegna síðari áfanga í þéttingu gsm-farsímanetsins á þjóðvegakerfinu. Senda skal inn þátttökutilkynningar fyrir kl. 11 fimmtudaginn 12. apríl.

Eitt verkefna fjarskiptasjóðs er að bæta farsímaþjónustu á vegakerfi landsmanna og var í janúar síðastliðnum samið við Símann hf. um verkefni á þessu sviði á Hringveginum og fimm fjallvegum. Gert er ráð fyrir að því verki ljúki í lok þessa árs.

Síðari áfangi gsm-verkefnisins sem nú er auglýstur snýst um að bæta þjónustuna á þjóðvegakerfinu sem fyrri áfanginn náði ekki til og á nokkrum ferðamannasvæðum. Einkum er horft til stofnvega og ferðamannasvæða í nágrenni þeirra. Einnig verður bætt þjónustua á nokkrum stöðum í þjóðgörðunum í Snæfellsjökli og Jökulsárgljúfrum.

Forvalsgögn verða til sölu hjá Ríkiskaupum frá hádegi næstkomandi miðvikudag og er verð þeirra 15 þúsund krónur.Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira