Hoppa yfir valmynd
20. mars 2007 Innviðaráðuneytið

Ritið Samgöngur í tölum 2007 komið út

Komið er út í fjórða sinn ritið Samgöngur í tölum 2007. Þar er að finna samantekt um ýmsar staðreyndir um samgöngumál sem birtar eru í 50 töflum og línuritum.

Í kverinu má sjá samanburð og þróun ýmissa atriða í þeim málaflokkum sem falla undir samgönguráðuneytið; vegamálum, ferðamálum, flugmálum og siglingamálum auk póst- og fjarskiptamála. Meðal þess sem sjá má í ritinu er að fjöldi fólksbíla var í lok síðasta árs 197.291, gsm-númerum hefur fjölgað úr um 40 þúsund árið 1997 í um 295 þúsund í lok síðasta árs og að fjöldi ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda var í lok síðasta árs 144.

Myndritunum er ætlað allt frá því að fjalla um þessa málaflokka með öðrum hætti en gert er vanalega til þess að sýna þróun og stöðu þeirra í samhengi við ýmis tengd mál. Sumum er síðan ætlað að setja fram tölur um hluti sem almennt er fjallað um án þess að nákvæmar tölur séu nefndar.

Þá er kverinu ætlað að auðvelda almenningi að setja sig í samband við ráðuneytið og stofnanir þess því í kverinu er yfirlit yfir stofnanir samgönguráðuneytisins auk upplýsinga um póst- og netfang þeirra ofl.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum