Hoppa yfir valmynd
7. mars 2008 Innviðaráðuneytið

Nefnd skilar tillögum um endurskoðun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Nefndinni, sem skipuð var af félagsmálaráðherra þann 9. september 2005 að tillögu tekjustofnanefndar, var meðal annars ætlað að meta kosti og galla núverandi jöfnunarkerfis og hugsanlega þörf fyrir endurskoðun á kerfinu í heild sinni eða einstökum þáttum þess. Nefndinni var sérstaklega ætlað að horfa til þess hvort breytingar á sveitarfélagaskipan, tekjustofnum og verkefnum sveitarfélaga í tengslum við átak til eflingar sveitarstjórnarstigsins og önnur þróun hafi að einhverju leyti breytt forsendum fyrir núverandi kerfi þegar horft er til framtíðar.

Formaður nefndarinnar var Herdís Á. Sæmundardóttir, varaþingmaður. Auk hennar áttu sæti í nefndinni þau Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður, Birkir Jón Jónsson, alþingismaður, Flosi Eiríksson, bæjarstjórnarfulltrúi, Gunnar Svavarsson, bæjarstjórnarfulltrúi, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Helga Erlingsdóttir, sveitarstjóri. Valgarður Hilmarsson, bæjarstjórnarfulltrúi tók sæti Halldórs í nefndinni á árinu 2007.



Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum