Hoppa yfir valmynd
6. janúar 2017 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Eignir Íslendinga á aflandssvæðum og tekjutap hins opinbera: Skýrsla starfshóps

Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í júní sl. starfshóp sem var falið, annars vegar, að leggja tölulegt mat á umfang eigna og umsvif Íslendinga á aflandssvæðum og, hins vegar, að áætla mögulegt tekjutap hins opinbera sem af slíku leiðir.

Í starfshópnum sátu fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins, Hagstofu Íslands, ríkisskattstjóra, Seðlabanka Íslands og skattrannsóknarstjóra, auk Sigurðar Ingólfssonar, hagfræðings, sem var skipaður formaður hópsins. Skýrsla starfshópsins hefur verið send efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til umfjöllunar og þóknanlegrar meðferðar.

Samkvæmt niðurstöðum starfshópsins má áætla að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 ma.kr. Þá telur starfshópurinn að mögulegt tekjutap hins opinbera vegna vantalinna eigna geti numið allt frá 2,8-6,5 ma.kr. árlega miðað við gildandi tekjuskattslög.

Eignir Íslendinga á aflandssvæðum: Könnun starfshóps á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fjármagnsflutningum og eignaumsýslu á lágskattasvæðum

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum