Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2009 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Kennsluefni um ábyrga og jákvæða netnotkun

Komið er út kennsluefni á DVD diski um ábyrgða og jákvæða netnotkun barna og unglinga. Að útgáfunni standa SAFT, Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga og Myndstef. Samgönguráðuneytið hefur styrkt verkefni SAFT.

Jafnframt má minna á málþing á vegum SAFT í samstarfi við Símann, Microsoft Íslandi, menntamálaráðuneytið, Lýðheilsustöð og Heimili og skóla um rafrænt einelti. Málþingið verður haldið á morgun, 10. febrúar, í Skriðu, Háskóla Íslands, við Stakkahlíð, kl. 14.30 – 16.15.

DVD diskurinn inniheldur fjögur myndbönd um örugga og jákvæða netnotkun auk fimm stuttra leikþátta sem nemendur í Háteigsskóla sömdu og fluttu í Borgarleikhúsinu á síðasta ár. Auk þessa inniheldur diskurinn ellefu námseininga til notkunar í lífsleikni- og/eða upplýsingatæknikennslu fyrir 9-16 ára börn og unglinga. Viðfangsefni námseininganna er m.a. hvernig við notum netið, tölvupóst, spjallrásir, farsíma, um einelti á netinu, nettælingu, siðferði á netinu, höfundarétt, blogg og gagnrýnin netnotkun.

Námsefnið verður einnig aðgengilegt til niðurhals á heimasíðu SAFT (www.saft.is) og hægt er að óska eftir eintaki af DVD með því að senda póst á [email protected].Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira